Þorskurinn undir og yfir meðalþyngd - sjór fer kólnandi - Landssamband smábátaeigenda

Þorskurinn undir og yfir meðalþyngd - sjór fer kólnandi
Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að haustlagi 2018.  Rallið fór fram dagana 1. október til 12. nóvember og er 22. í árlegri röð mælinga, en 2011 leiðangurinn fór ekki fram vegna vinnudeilna.  


Hitastig við botn á landgrunninu hefur verið að lækka allt frá árinu 2012 og þá sérstaklega í hlýsjónum fyrir sunnan land.  Aftur á móti hefur hiti á djúpslóð (dýpra en 400 m) mælst svipaður á sama tímabili.  Mælingarnar sýna að sjór er nú kólnandi en á tímabilinu frá 1996 til 2010 hækkaði hitastig á flestum svæðum og dýpisbilum.


Stofnvísitala þorsks hefur allt frá árinu 2012 mælst hærri en öll árin frá upphafi mælinga 1996 til 2010.  Það er því engin ástæða til að örvænta þó vísitalan nú í haust hafi mælst lægri en í fyrra.  
Screenshot 2018-12-20 at 15.36.18.png

Það vekur hins vegar nokkra athygli hversu mikil munur er á lengdardreifingu í ár og í fyrra.  Fjöldi þorska á bilinu 55 cm - 75 cm sláandi færri en niðurstaða mælinga í fyrra.  Um er að ræða þorsk á aldursbilinu 5-7 ára.  Hluti af þessum mismun skýrist af því að „litli“ árgangurinn frá 2013 er á þessu stærðarbili.
Screenshot 2018-12-20 at 15.36.33.png

Útbreiðsla þorsks í haustrallinu.  
Myndirnar sýna 2017 og 2018.  Minna virðist vera nú úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi, en að sama skapi meira úti fyrir Austurlandi.
Screenshot 2018-12-20 at 15.25.35.png


Svo virðist sem 5 ára og eldri þorskur braggist vel þar sem meðalþyngd er yfir meðalþyngd áranna 1996-2018.  Sömu sögu er ekki að segja um aldursbilið 2-4 ára sem eru undir meðalþyngd.
Screenshot 2018-12-20 at 15.28.54 (1).png


Unnið upp úr skýrslu um stofnmælingu botnfiska að haustlagi 2018 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...