Úthlutun í makríl - íslenska ríkið dæmt skaðabótaskylt - Landssamband smábátaeigenda

Úthlutun í makríl - íslenska ríkið dæmt skaðabótaskylt

Hæstiréttur hefur birt dóm í málum útgerðanna Huginn ehf og Ísfélag Vestmannaeyja hf gegn íslenska ríkinu.


Fyrirtækin töldu sig hafa orðið fyrir fjártjóni vegna úthlutunar makrílkvóta á árabilinu 2011 til 2014. Skylt hefði verið að ákvarða makrílkvóta á grundvelli aflahlutdeildar.  Reglugerðir sem Fiskistofa lagði til grundvallar aflakvóta hefðu hins vegar ekki kveðið á um slíkt sem leiddi til þess að fyrirtækin hefðu fengið úthlutað minni aflaheimildum á fyrrgreindu tímabili en þau hefðu átt rétt á. Fyrirtækin kröfðust þess að íslenska ríkið yrði dæmt skaðabótaskylt vegna þessa. 


Hér eru skjámyndir af dómsorðum Hæstaréttar

Screen Shot 2018-12-06 at 14.48.45.png

Screen Shot 2018-12-06 at 15.11.30.png


Hætt er við að dómur Hæstaréttar eigi eftir að hafa mikil áhrif.  Sérstaklega þegar horft er til skaðabótakrafna sem gætu numið milljörðum.  Þá rótar dómurinn upp allri úthlutun í makríl þar sem aflamark áranna 2011 - 2014 hefði átt að byggjast á aflahlutdeild reiknaðri útfrá samfelldri veiðireynslu þriggja bestu árana sem voru 2008 - 2010, á 6 ára veiðitímabili 2005 - 2010. 


Þess má geta að makrílveiðar smábáta voru þá lítt hafnar, aðeins 180 tonn veidd árið 2010 og 304 tonn á árinu 2011, sem var 0,1 og 0,2% af heildaraflanum.   Árið 2016 veiddu smábátar 8.368 tonn sem var 5,4% af heildarafla á makríl það árið.

Makríll ísaður copy.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...