Nýjar aðferðir við grásleppuveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Nýjar aðferðir við grásleppuveiðar
Hafrannsóknastofnun boðaði LS til fundar fyrr í dag.  Á fundinum var greint frá styrk sem veittur var af AVS sjóðnum til að hefja skoðun á nýjum aðferðum til veiða á grásleppu.  Rætt var um hvernig skilgreina mætti betur hvaða vandamál þarf að kljást við og leysa.  Hugmyndir hvað væri hægt að framkvæma og hvað aðrar þjóðir hafa þegar gert.   

 


Niðurstaða fundarins var að stefna að því að prófa einföld atriði eins og reknetaveiðar og fælubúnað fyrir seli á komandi vertíð.  

 


Á fundinum voru eftirfarandi erindi flutt:


1. Georg Haney:  Stutt lýsing á styrkumsókn til AVS og hvað væri e.t.v. hægt að gera fyrir þann 

        pening.


2. Guðjón M. Sigurðsson:  Staða mála varðandi meðafla við grásleppuveiðar. 


3. Georg Haney: Erlendar prófanir á veiðarfærum til grásleppuveiða.


4. James Kennedy:  Rannsóknir á grásleppu.


5. Axel Helgason:  Sýn LS og hugmyndir um hvað prófa mætti. Nánar verður greint frá erindunum síðar.Myndin sýnir þátttakendur á fundinum.


IMG_20190114_110504.png

Fv.  Haraldur Einarsson Hafró, Valentínus Guðnason í grásleppunefnd LS, Friðþjófur Jóhannsson LS, Örvar Marteinsson varaformaður LS, Axel Helgason formaður LS, Georg Haney Hafró, Guðjón M. Sigurðsson Hafró, á myndina vantar James Kennedy Hafró
 

efnisyfirlit síðunnar

...