Uppboðsverð á þorski og ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Uppboðsverð á þorski og ýsu
Við áramót er við hæfi að staldra við og rifja upp fiskverð sem sjómenn hafa búið við á síðastliðnum tveimur árum.   Skoðað var uppboðsverð á fiskmörkuðum á óslægðum þorski og ýsu.   


Taflan sýnir magn sem boðið var upp á árunum 2017 og 2018 og meðalverð sem uppboðið skilaði.

 

 

 

2017

2018

Óslægt

Tonn

Kr / Kg

Tonn 

Kr / Kg

Þorskur

33.591

238

35.194

254

Ýsa

9.294

272

10.781

255Þannig að betri mynd fáist á það verð sem fengist hefur á mörkuðum veitir næsta tafla lesendum upplýsingar um meðalkaupgengi þriggja gjaldmiðla, meðaltal þeirra og breytingar milli ára.

 

USD

GBP

EUR

Meðaltal

2017

106,5

137,1

120,2

121,3

2018

108,1

144,0

127,4

126,5

Styrking

1,5%

5,0%

6,0%

4,3%

 


Að lokum eru sýnd gröf um meðalverð hvers mánaðar síðust tveggja ára.

Eins og sést á grafinu var meðalverð á óslægðum þorski allra mánaða ársins að undanskildum janúar og apríl hærra á síðasta ári en 2017

Screenshot 2019-01-03 at 13.16.54.png

Andstætt við þorsk hefur verð á ýsu gefið eftir og var flesta mánuði lægra á árinu 2018 en það var 2017.   Þróun verðs hefur þó verið í rétta átt hægur stígandi sem skilar desember í 24% hærra en í ágúst.  Eins og sést var mikil lækkun á verði frá júlí og ágúst 2017, helsta ástæða þess var að framboð jókst um tæp 500 tonn milli mánaða, 124% aukning.
 
Screenshot 2019-01-03 at 13.17.20.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...