Frumvarp um kvótasetningu á makríl - Landssamband smábátaeigenda

Frumvarp um kvótasetningu á makrílÍ samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið birt drög að frumvarpi um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands - stjórn veiða á makríl.  Einungis eru veittir 7 dagar til umsagna í einu stærsta máli sem sett hefur verið inn á samráðsgáttina til þessa.  Lokadagur fyrir umsagnir er 19. mars og hvetur LS smábátaeigendur til að senda inn umsögn. Frumvarpið.pdf felur í sér að skip og bátar sem stundað hafa makrílveiðar á tímabilinu 2008 - 2018 fá úthlutaða aflahlutdeild á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á þessu 11 ára tímabili.
 

Fallið er frá stjórnun sem verið hefur við líði frá 2015 þar sem með árlegri reglugerð hefur verið úthlutað til skipaflokka hlutdeild þar sem hlutur smábáta hefur verið um 4%.  Gert er ráð fyrir að öllu sé húrrað saman í einn flokk og því líklegt að veruleg fækkun verði á útgerðum sem hafi nægar heimildir til að hefja makrílveiðar á komandi árum.  Hlutdeild smábáta er um 2% í heildarafla á þessu 11 ára tímabili.  Hér að neðan er tafla með aflatölum smábáta á þessum árum og skífurit sem sýna hlutdeild skipaflokka miðað við þrjú dæmi um árabil veiðireynslu.

Hlutur smábáta.png
8-18.png
13-18.png
16-18.png


 

efnisyfirlit síðunnar

...