Strandveiðar á dagskrá Alþingis - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar á dagskrá Alþingis
Í dag verður 1. umræða um lagafrumvarp atvinnuveganefndar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.  Breytingin felst í að fella bráðbirgðaákvæði um fyrirkomulag strandveiða inn sjálfan lagatextann.  Það fyrirkomulag sem var á veiðunum á síðasta sumri verður því ekki lengur til bráðabirgða í eitt ár, heldur fær sinn sess í lögunum.


Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar mun mæla fyrir frumvarpinu og að lokinni ræðu hennar verða umræður um málefnið.  Þingfundur hefst kl 10:30 og eru strandveiðar 7. liður á dagskránni.


Það er nýmæli í frumvarpinu að ufsi sem strandveiðibátar veiða telst hvorki með í leyfilegum 650 þorskígilda hámarksskammti á dag né til þess heildarafla sem miðað verður við á strandveiðum. 

efnisyfirlit síðunnar

...