Bjórkvöld Smábátafélags Reykjavíkur - Landssamband smábátaeigenda

Bjórkvöld Smábátafélags Reykjavíkur




Föstudaginn 12. apríl verður „Bjórkvöld" í kaffistofu Smábátafélags Reykjavíkur við Suðurbugt.

Bjórkvöldið er fyrst og fremst hugsað til þess að félagsmenn Smábátafélags Reykjavíkur hittist og geri sér glaðan dag. Hér er ekki um félagsfund að ræða, en vafalaust mun verða minnst á þau mál sem brenna á smábátaeigendum þessar stundirnar.

Bjórinn verður hver og einn að hafa meðferðis, en svo er líka sá möguleiki galopinn að mæta eingöngu í spjall.

Engin tilkynningaskylda er á viðburðinn, en húsið mun verða opnað rétt fyrir kl. 20:00.

Félagsmenn Smábátafélags Reykjavíkur eru eindregið hvattir til að mæta!

Formaður Landssambands smábátaeigenda, Axel Helgason, mun mæta uppúr kl. 20:00 og gera grein fyrir því sem efst er á baugi í baráttunni.

Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur


suðurbugt.png
 

efnisyfirlit síðunnar

...