Makríllinn - allir sitji við sama borð - Landssamband smábátaeigenda

Makríllinn - allir sitji við sama borðStjórn LS kom saman til fundar 29. mars sl.  Fjölmargt var á dagskrá fundarins og verða á næstunni birtar ályktanir sem þar voru samþykktar.


Eitt þeirra málefna sem ofarlega er í umræðunni um þessar mundir er frumvarp um stjórn veiða á makríl.  Frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag.  Stjórnarfrumvarp sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælir fyrir.


Stjórn LS samþykkti eftirfarandi ályktun um frumvarpið:

Frumvarp um stjórn makrílveiða hefur verið kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda.  Þar er gert ráð fyrir að aflamarki verði úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar samkvæmt veiðireynslu á 11 ára tímabili.

Smábátaeigendur hófu fyrst veiðar á makríl að einhverju marki árið 2013.  Tímabil veiðireynslu á hins vegar að vera 2008 - 2018.  Stjórn LS lýsir undrun yfir að hér hafi verið kynnt frumvarp sem mismunar útgerðaraðilum eftir stærð og aðstöðu til veiða.  Smábátaeigendur höfðu engin tök á að afla sér veiðireynslu á fyrri hluta tímabilsins þegar makríllinn var á fjarlægum miðum, langt utan farsviðs þeirra. 

Stjórn LS krefst þess að tekið verði tillit til þessa aðstöðumunar við fullvinnslu frumvarpsins.

logo_LS14.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...