Reglugerð um lokanir á grunnslóð við Ísland í samráðsgátt - Landssamband smábátaeigenda

Reglugerð um lokanir á grunnslóð við Ísland í samráðsgátt
Sett hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda reglugerð um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð við Ísland.

Benda má á að lítið tillit var tekið til athugasemda sem gerðar voru eftir að Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum hafði skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Reglugerðin er samin með hliðsjón af tillögum starfshópsinns. 

Screen Shot 2019-04-03 at 20.47.24.png
Guðmundur Jóhannesson og Þorsteinn Sigurðsson hjá Hafró og Erna Jónsdóttir og Annas Sigmundsson hjá ANR afhenda ráðherra skýrsluna.

Fjöldi athugasemda var gerður við tillögur starfshópsins en lítið tekið tillit til þeirra og því spurning hvort ekki sé eingöngu um sýndarmennsku að ræða að setja þessa reglugerð nú í samráðsgáttina. 

Hér að neðan eru kort af þeim svæðum sem um ræðir og síðan eru greinar reglugerðarinnar birtar með númerum þeirra svæða sem um ræðir á kortunum.

Þeir sem hafa athugasemdir við þessar lokanir eru hvattir til að gera athugasemdir í samráðsgáttinni. Umsagnarfrestur rennur út 16. apríl

Screen Shot 2019-04-02 at 17.08.47.png


2. gr.
Bann við veiðum með línu á sunnanverðum Faxaflóa.
Á sunnanverðum Faxaflóa er óheimilt að stunda veiðar með línu, á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 1. mars, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 64°20,00´N - 22°16,00´V
2. 64°20,00´N - 22°05,00´V
3. 64°18,00´N - 22°00,00´V
4. 64°27,00´N - 21°28,00´V
5. 64°22,00´N - 21°28,00´V
6. 64°16,50´N - 21°51,00´V
7. 64°10,00´N - 21°44,00´V
8. 64°00,00´N - 22°09,00´V
9. 64°02,00´N - 22°16,00´V
10. 64°14,00´N - 22°05,50´V
11. 64°17,00´N - 22°16,00´V.

3. gr.
Bann við veiðum með línu og handfærum vestur af Akranesi.
Vestur af Akranesi er óheimilt að stunda veiðar með línu og handfærum, á tímabilinu frá og með 1. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 64°22,00´N - 22°14,00´V
2. 64°22,00´N - 22°05,00´V
3. 64°17,00´N - 22°07,00´V
4. 64°17,00´N - 22°16,00´V.

4. gr.
Bann við veiðum með línu á Búðagrunni.
Á Búðagrunni er óheimilt að stunda veiðar með línu, á tímabilinu frá og með 1. júlí til og með 31. janúar, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 64°44,00´N - 23°39,00´V
2. 64°40,00´N - 22°52,00´V
3. 64°34,00´N - 22°56,00´V
4. 64°60,00´N - 22°28,00´V
5. 64°46,00´N - 22°24,00´V
6. 64°49,00´N - 23°33,00´V.


Screen Shot 2019-04-02 at 17.09.15.png
5. gr. 
Bann við veiðum með línu út af Búlandshöfða.
Út af Búlandshöfða er óheimilt að stunda veiðar með línu, á tímabilinu frá og með 1. júní til og með 31. janúar, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 64°57,00´N - 23°29,00´V
2. 65°01,00´N - 23°10,00´V
3. 65°09,00´N - 23°16,00´V
4. 65°06,50´N - 23°24,00´V
5. 65°04,00´N - 23°23,00´V.

6. gr.
Bann við veiðum með línu og handfærum við Breka.
Við Breka er óheimilt að stunda veiðar með línu og handfærum, á tímabilinu frá og með 1. júlí til og með 31. janúar, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°07,00´N - 23°14,50´V
2. 65°13,00´N - 22°53,00´V
3. 65°16,00´N - 22°57,00´V
4. 65°11,00´N - 23°17,00´V.

7. gr.
Bann við Veiðum með línu og fiskibotnvörpu á norðanverðum Breiðafirði.
Á norðanverðum Breiðafirði er óheimilt að stunda veiðar með línu og fiskibotnvörpu, allt árið, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°30,20´N - 24°32,10´V (Bjargtangar)
2. 65°24,90´N - 23°57,14´V (Skorarviti).
3. 65°15,00´N - 23°17,00´V
4. 65°10,50´N - 23°32,50´V
5. 65°12,50´N - 23°36,00´V
6. 65°11,38´N - 23°47,90´V
7. 65°10,00´N - 23°56,00´V
8. 65°20,00´N - 24°16,50´V
9. 65°20,00´N - 24°31,00´V
10. 65°23,00´N - 24°44,00´V.
Þó er á tímabilinu 15. mars til 31. maí heimilar veiðar með línu vestan línu sem markast að eftirfarandi hnitum:
1. 65°30,00´N - 24°14,00´V
2. 65°22,00´N - 24°19,00´V
3. 65°20,00´N - 24°21,20´V.

8. gr.
Bann við veiðum með handfærum á norðanverðum Breiðafirði
Á norðanverðum Breiðafirði er óheimilt að stunda veiðar með handfærum, á tímabilinu frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°30,20´N - 24°32,10´V
2. 65°26,60´N - 24°37,90´V
3. 65°17,00´N - 23°47,00´V
4. 65°25,00´N - 23°42,29´V.

9. gr.
Bann við veiðum með línu út af Skálavík.
Út af Skálavík er óheimilt að stunda veiðar með línu, á tímabilinu frá og með 1. október til og með 31. desember, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 66°14,00´N - 23°49,00´V
2. 66°16,50´N - 23°40,00´V
3. 66°15,50´N - 23°30,00´V
4. 66°10,50´N - 23°13,00´V
5. 66°09,50´N - 23°15,00´V
6. 66°07,00´N - 23°39,00´V.

10. gr.
Bann við veiðum með línu á vestanverðum Húnaflóa.
Á vestanverðum Húnaflóa er óheimilt að stunda veiðar með línu, á tímabilinu frá og með 1. október til og með 31. maí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°59,80´N - 21°19,00´V
2. 66°01,00´N - 21°12,60´V
3. 66°12,00´N - 21°15,60´V
4. 66°14,00´N - 21°17,10´V
5. 66°14,50´N - 21°55,35´V.

11. gr.
Bann við veiðum með línu og handfærum norður af Vatnsnesi.
Norður af Vatnsnesi er óheimilt að stunda veiðar með línu og handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°48,30´N - 20°50,30´V
2. 65°45,00´N - 20°51,00´V
3. 65°45,00´N - 20°48,00´V
4. 65°48,30´N - 20°47,20´V.


Screen Shot 2019-04-02 at 17.09.36.png
12. gr.
Bann við veiðum með línu og handfærum við norðanverðan Skaga.
Við norðanverðan Skaga er óheimilt að stunda veiðar með línu og handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 66°08,00´N - 20°29,50´V
2. 66°08,00´N - 20°16,00´V
3. 66°06,20´N - 20°16,00´V
4. 66°04,00´N - 20°25,00´V
5. 66°04,00´N - 20°28,20´V.

13. gr.
Bann við veiðum með línu á Fljótagrunni.
Á Fljótagrunni er óheimilt að stunda veiðar með línu, allt árið, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 66°07,00´N - 19°05,00´V
2. 66°07,00´N - 19°34,00´V
3. 66°14,00´N - 19°26,00´V
4. 66°14,00´N - 19°13,00´V
5. 66°11,00´N - 18°58,00´V.

14. gr.
Bann við veiðum með handfærum út af Gjögrum.
Út af Gjögrum er óheimilt að stunda veiðar með handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 66°05,00´N - 18°18,00´V
2. 66°05,00´N - 18°21,00´V
3. 66°09,00´N - 18°21,00´V
4. 66°12,50´N - 18°18,50´V
5. 66°10,50´N - 18°06,50´V
6. 66°11,50´N - 17°47,50´V
7. 66°08,50´N - 17°47,00´V
8. 66°07,50´N - 17°57,00´V
9. 66°10,00´N - 18°17,00´V.


Screen Shot 2019-04-02 at 17.10.04.png
15. gr.
Bann við veiðum með handfærum norðan við Langanes.
Norðan við Langanes er óheimilt að stunda veiðar með handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 66°25,50´N - 15°25,00´V
2. 66°25,50´N - 15°13,50´V
3. 66°21,00´N - 15°06,50´V
4. 66°24,50´N - 14°54,70´V
5. 66°23,50´N - 14°51,70´V
6. 66°05,50´N - 15°24,00´V
7. 66°11,00´N - 15°30,00´V
8. 66°20,00´N - 15°19,00´V.

16. gr.
Bann við veiðum með handfærum við Glettinganes.
Við Glettinganes er óheimilt að stunda veiðar með handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 31. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 65°33,00´N - 13°40,50´V
2. 65°33,00´N - 13°38,90´V
3. 65°31,70´N - 13°35,00´V
4. 65°24,70´N - 13°30,20´V
5. 65°21,55´N - 13°39,10´V
6. 65°21,60´N - 13°42,60´V.

17. gr.
Bann við veiðum með handfærum fyrir sunnanverðum Austfjörðum.
Fyrir sunnanverðum Austfjörðum er óheimilt að stunda veiðar með handfærum, á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 15. júlí, á svæði sem markast af eftirfarandi hnitum:
1. 64°55,00´N - 13°46,00´V
2. 64°54,00´N - 13°36,00´V
3. 64°40,10´N - 13°57,34´V
4. 64°41,00´N - 14°10,00´V
5. 64°42,00´N - 14°13,00´V. 

efnisyfirlit síðunnar

...