Veiða á meira af þorski - Landssamband smábátaeigenda

Veiða á meira af þorski

Mánudaginn 15. apríl 2019 hélt Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS) áhugavert erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rétt tæplega 20 manns mættu í Setrið til að hlýða á Örn. Megin þorri gesta voru smábátasjómenn úr Eyjum.


Að mati Arnar hefur of lítið verið veitt af þorski m.v. núverandi aflareglu og því er innistæða fyrir því að auka veiðar umtalsvert.  Örn kemst að þeirri niðurstöðu að á 8 ára tímabili frá árinu 2011 - 2018 hefði verið hægt að veiða 141 þús. tonn af þorski umfram leyfðar veiðar. 

Screenshot 2019-04-18 at 13.30.49.png

 

 

efnisyfirlit síðunnar

...