Strandveiðileyfi komin í 400 - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðileyfi komin í 400
Alls eru 400 bátar komnir með heimild til strandveiða, sem er 10% fjölgun frá síðasta ári.  Af þeim hafa 328 hafið veiðar og landað alls 452 tonnum.


Nokkrar sveiflur eru í veiðum milli svæða miðað við upphaf strandveiða á síðasta ári.  Þannig hafa bátar á svæði D (Hornafjörður - Borgarbyggð) bætt verulega við sig á þeim 4 dögum sem liðnir eru af strandveiðitímabilinu.  Afli þar er kominn í 150 tonn á móti 82 tonnum á sama tíma í fyrra.  Aukningin liggur í fjölda róðra, sem endurspeglar tíðarfar á þessum tíma.  Af sömu ástæðum eru aflatölur á svæði A (Eyja- og Miklaholtshreppur - Súðavíkurhreppur) nú mun lægri en í fyrra.


 

Screenshot 2019-05-09 at 14.47.09.png 

efnisyfirlit síðunnar

...