Strandveiðar hálfnaðar - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar hálfnaðar
Tveimur tímabilum af fjórum er nú lokið á strandveiðum.  Samanlagður afli í maí og júní er 9% meiri en á sama tíma í fyrra, 4.847 tonn.  91% aflans er þorskur sem jafngildir að búið er að veiða 40% af þeim 11.100 tonnum sem ætlaður er til strandveiða í ár.  Á síðasta ári var viðmiðun í þorski 9.100 tonn og hlutfallið í lok júní komið í 45% - 4.134 tonn.


Afli júní í ár var nokkru lakari en í fyrra.  Meðaltalsafli á hvern bát nú 4,5 tonn á móti 5,1 tonn í júní 2018.  Svæði C var eina svæðið þar sem afli í júní jókst milli ára.  


IMG_0888.png
Aflahæstur strandveiðibáta nú um mánaðamótin er Héðinn BA 80 með 22,9 tonn. Skipstjóri Jóhannes Héðinsson.Almennt er gott hljóð í strandveiðimönnum þrátt fyrir að tíðarfarið hafi ekki verið upp á það allra besta.  


Aflabrögð þegar friður er eru svipuð og á síðasta ári.  

Þá hefur verð á þorski sem seldur er á fiskmörkuðum hækkað um þriðjung milli ára.  Fyrir óslægðan þorsk sem veiddur var á handfæri eru meðalverðin í maí og júní þessi:


Þorskur

2019

2018

Maí

282 kr/kg

216 kr/kg

Júní

321 kr/kg

240 kr/kgAlls hafa 562 bátar nú hafið veiðar á móti 497 í fyrra.   

Aflahæstu bátarnir á hverju veiðisvæði eru:

Svæði A Héðinn BA 80         22,9 tonn    24 róðrar
Svæði D Sæunn SF 155 22,5 tonn    24 róðrar
Svæði C Birta SU 36 21,9 tonn    23 róðrar
Svæði B Svala EA 5 17,9 tonn    22 róðrar
Listi yfir 10 hæstu.pdf á strandveiðum maí - júní, eftir svæðum.

 

efnisyfirlit síðunnar

...