Ágætri grásleppuvertíð lokið - Landssamband smábátaeigenda

Ágætri grásleppuvertíð lokið
Grásleppuvertíðinni lauk 12. ágúst sl. með veiðum báta í innanverðum Breiðafirði.  Vertíðin gekk vel og á það jafnt við aflabrögð og verð til sjómanna.

 

 

Stýring á heildarafla útfrá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tókst afbragðs vel.  Heildarafli 4.974 tonn aðeins 147 tonnum umfram það sem stofnunin lagði til.    Hver bátur hafði heimild til veiða í 44 daga, en fjöldi daga ár hvert er ákveðinn m.t.t. áætlunar um þátttöku í veiðunum og aflabragða.


Aflaverðmæti þeirra 240 báta sem stunduðu veiðarnar í ár má ætla að hafi verið nálægt 1,6 milljarði, sem er rúmlega helmings aukning frá síðustu vertíð.Byrjaði 12 ára á grásleppu


Aflakóngur vertíðarinnar er Hafþór Hafsteinsson á Djúpey BA 151 með 56,2 tonn.    Hann stundaði veiðar í innanverðum Breiðafirði og hóf vertíðina um miðjan júní.  Öllum afla var landað hjá Þórishólma í Stykkishólmi.  


Að sögn Hafþórs var þetta ein besta vertíð sem hann hefur tekið þátt í, en Hafþór er hokinn af reynslu hvað grásleppuveiðar varðar, fór fyrst á vertíð með jafnaldra sínum 12 ára gamall fyrir 48 árum.  


DSC_0021.png

                 Auk Djúpeyjar BA er Hafsvalan í eigu Djúpeyjar ehf.  


 

efnisyfirlit síðunnar

...