Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur
Í hönd fer tími aðalfunda svæðisfélaga LS.  Fyrst fundar Smábátafélag Reykjavíkur.  Fundurinn verður í dag þriðjudaginn 10. september og hefst kl 20:00.  Fundarstaður er kaffistofa félagsins að Geirsgötu 5c efri hæð (Suðurbugt).


Í Smábátafélagi Reykjavíkur eru félagsmenn 45 talsins og eru þeir hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í stefnumótun málefna smábátaeigenda sem nú eru á dagskrá.  Má þar nefna línuívilnun, strandveiðar og grásleppuveiðar.


Formaður Smábátafélags Reykjavíkur er Þorvaldur Gunnlaugsson.Félag smábátaeigenda í Reykjavík copy 3.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...