Krókaaflamarkskerfið verður fyrir skipulegri árás - Landssamband smábátaeigenda

Krókaaflamarkskerfið verður fyrir skipulegri árás
Þann 19. þessa mánaðar fékk LS send skilaboð úr sjávarútvegsráðuneytinu um að Fiskistofa hefði brugðist við útstreymi veiðiheimilda úr krókaaflamarkskerfi yfir í aflamark.  Allt til þess dags höfðu tilfærslur þessar verið látnar viðgangast. Makríll var notaður til verksins þar sem tugir þúsunda tonna var millilent á bátum í aflamarki í skiptum fyrir veiðiheimildir úr krókaaflamarki.


Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur af þessu sökum sent frá sér yfirlýsingu.  Þar segir m.a.:

„Það er krafa stjórnar LS að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur veiðiheimilda úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll er notaður sem skiptimynt.“  


Í yfirlýsingunni er vakin athygli á neikvæðum áhrifum sem þessi flutningur aflaheimilda hefur á leigumarkað í krókaaflamarki og gríðarlegum fjárhagslegum ávinningi af umbreytingu sem þessari til handa þeim sem hana hafa stundað, auk þess umtals sem kviknar við slíkar skipulegar árásir á krókaaflamarkskerfið sem hér hafa átt sér stað.  190922logo_LS á vef.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...