Makrílpotti lokað fyrir B flokk - Landssamband smábátaeigenda

Makrílpotti lokað fyrir B flokk
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu fyrirmæli um að hætt skuli sérstakri úthlutun úr 4.000 tonna makrílpotti til skipa í B-flokki, smábáta sem veiða makríl með færum.  Greint er frá þessu á heimasíðu Fiskistofu.  Jafnframt er tekið fram að vegna þessa verði ekki frekari úthlutanir á þessari vertíð úr pottinum til báta í B-flokki.  Úthlutanir sem vera áttu í þessari viku vegna umsókna sem bárust sl. föstudag verða því ekki framkvæmdar.


Í beinu framhaldi af ákvörðuninni hafa 1.965 tonn af makríl verið boðin til skipa í A-flokki.  Frestur til að sækja um er til miðnættis þann 10. september.  Hvert skip í A-flokki á rétt á einni umsókn og verður aflamarkinu, 1.965 lestum, skipt jafnt milli umsækjenda.


Ákvörðun ráðuneytisins er grundvölluð á ákvæði reglugerðar nr. 711/2019. 

efnisyfirlit síðunnar

...