Mótmæla harðlega skerðingu línuívilnunar - Landssamband smábátaeigenda

Mótmæla harðlega skerðingu línuívilnunar
Smábátaeigendur á Snæfellsnesi fjölmenntu til aðalfundar Snæfells sem haldinn var í Grundarfirði í gær þann 16. september.  Á fundinum var helst rætt um strandveiðar, línuívilnun, makríl- og grásleppuveiðar.


Á fundinum kom fram almenn ánægja með fyrirkomulag strandveiða sem breytt var 2018 og lögfest 2019.  Samþykkti fundurinn áskorun um að mikilvægt væri að halda áfram á þeirri braut að lagfæra kerfið með því að auka hagkvæmni þess.  Fram komu hugmyndir um lengri tíma sem hver róður varir, að heimilt yrði að veiða meira á hverjum degi og fleiri dagar til strandveiða til að velja úr í hverjum mánuði fyrir þá 12 róðra sem heimilaðir væru. 


Mikill samhljómur var á fundinum um að endurheimta þau þúsund tonn sem sjávarútvegsráðherra hefur skert línuívilnun um.  Ráðherra var harðlega gagnrýndur fyrir að fallast ekki á tillögur LS um hækkun prósentu til línuívilnunar og að hún næði til allra dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn þar sem hámarkslengd færi ekki yfir 15 metra.  Ívilnun verði 30% við fulla beitningu, 20% við uppstokkun og 10% hjá vélabátum.


Stjórn Snæfells var endurkjörin en hana skipa eftirtaldir

  • Örvar Már Marteinsson formaður
  • Ásmundur Guðmundsson gjaldkeri
  • Bergvin Sævar Guðmundsson meðstjórnandi
  • Klemens Sigurðsson meðstjórnarnandi
  • Runólfur Kristjánsson ritari

 

efnisyfirlit síðunnar

...