Vilja rannsaka lífvænleika þorsks við sleppingu - Landssamband smábátaeigenda

Vilja rannsaka lífvænleika þorsks við sleppingu
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur beinir því til LS að það sæki um styrk til AVS til rannsóknaverkefnis á lífvænleika þorsks sem veiddur er á handfæri.  Í umræðum á fundinum komu fram efasemdir um að bann við sleppingu þorsks væri byggt á nægjanlega vönduðum rannsóknum.  Því væri nauðsynlegt að ráðast í nýjar rannsóknir, enda væri það viðtekin skoðun smábátaeigenda að lífvænleiki þorsks sem veiddur er á handfæri á grunnsævi væri í flestum tilvikum góður þegar honum er sleppt.

IMG_0033.png


Þriðjungur félagsmanna var mættur á fundinn og góður andi meðal þeirra.  Í lok setningarávarps formanns bað hann Axel Helgason að koma upp á sviðið.  Tilefnið var að afhenda Axel blómvönd sem þakklætisvott fyrir hans góða starf sem hann hefur unnið af stakri samviskusemi og krafti fyrir smábátaeigendur sem formaður LS.  


Eins og komið hefur fram hefur Axel ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður LS.


Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur

Þorvaldur Gunnlaugsson formaður
Finnur Sveinbjörnsson ritari
Ottó Hörður Guðmundsson gjaldkeri
Arthur Bogason meðstjórnandi
Axel Helgason meðstjórnandi   

efnisyfirlit síðunnar

...