35. aðalfundur LS - Landssamband smábátaeigenda

35. aðalfundur LS

35. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand Hótel 17. og 18. október næstkomandi.  


Öll svæðisfélögin 15 hafa nú haldið aðalfundi og samþykkt tillögur sem teknar verða fyrir á aðalfundinum.


Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa kjörnir fulltrúar svæðisfélaga LS 36 að tölu, stjórn og framkvæmdastjóri.  


Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í aðalfundinum þar sem þeir hafa málfrelsi og tillögurétt.   Þeir sem hafa hug á að mæta verða skráðir sem áheyrnarfulltrúar og er skráning þegar hafin.  LS_adalfundur_2019_auglysing.png


 

efnisyfirlit síðunnar

...