Ráðherra mætti á aðalfund Kletts - Landssamband smábátaeigenda

Ráðherra mætti á aðalfund Kletts
Klettur - félag smábátaeigenda Ólafsfjörður - Tjörnes

Aðalfundur Kletts var haldinn á Akureyri 28. september.  Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur fundarins.  Ráðherra ávarpaði fundinn og svaraði fyrirspurnum.  
Fundurinn var fjölmennur og nýttu félagsmenn sér nærveru ráðherra óspart.  Að loknu ávarpi Kristján Þórs til fundarmanna beindu þeir til hans fjölmörgum spurningum sem ráðherra svaraði.  Meðal þeirra var um frumvarp ráðherra um veiðistjórn grásleppu.  Hann greindi frá því að á þingmálaskrá væri gert ráð fyrir frumvarpinu, þar sem lagt er til að í stað núverandi fyrirkomulags á veiðistýringu verði veiðunum stjórnað með aflamarki.   

Formaður Kletts er Andri Viðar Víglundsson Ólafsfirði
Aðalfundur Drangeyjar - Smábátafélag Skagafjarðar

Drangey hélt aðalfund sinn á Sauðárkróki 29. september.  Í upphafi fundar var vakin athygli á að í janúar næstkomandi væri tilefni til að halda upp á 5 ára afmæli félagsins, sem var stofnað 24. janúar 2015.  
Dragnótamál voru mikið rædd á fundinum.  Mikilvægt væri að ráðherra færi að tillögum heimamanna jafnt smábátaeigenda og byggðaráðs Skagafjarðar að heimila ekki dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.

Formaður Drangeyjar er Magnús Jónsson 

 

efnisyfirlit síðunnar

...