Aflaregla endurskoðuð - Landssamband smábátaeigenda

Aflaregla endurskoðuð
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að endurskoða aflareglu fyrir þorsk.


Í núverandi aflareglu er kveðið á um að veiðihlutfallið sé 20 prósent af viðmiðunarstofni, sem er fjögurra ára þorskur og eldri.  Til að draga úr sveiflum í afla vegur kvóti ársins á undan jafnt og 20 prósenta veiðihlutfallið.


Útreikningur leyfilegs heildarafla samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2019/2020:

(Aflamark á fiskveiðiárinu 2018/2019 + 20% af viðmiðunarstofni 2019) / 2

 (264.437 + 0,2 * 1.401.925) / 2  =  272.411 tonn 
Örn Pálsson er fulltrúi LS í nefndinni, auk hans eru í henni eftirtalin:


  • Sigurgeir Þorgeirsson frá ANR, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.
  • Brynhildur Benediktsdóttir frá ANR
  • Árni Bjarnason frá samtökum sjómanna
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir frá Háskóla Íslands
  • Guðmundur Þórðarson frá Hafró
  • Guðrún Arndís Jónsdóttir frá Háskólanum á Akureyri
  • Kristján Þórarinsson frá SFS


Núverandi aflaregla hefur verið í gildi frá árinu 2007, sjá skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.pdf   Aflareglan var yfirfarin af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) 2009 og endurskoðuð 2014-2015 og þá framlengd óbreytt til fimm ára.  Árin 2010 og 2011 var nefnd að störfum sem skipuð var að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni.  „Samráðsvettvangur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýtingu helstu nytjafiska“.  „Verkefni hópsins var að meta núverandi nýtingarstefnu og aflareglu fyrir þorsk og kanna hvort rétt væri að leggja til breytingar þar á eða bæta enn frekar fræðilegan grunn þeirra“, eins og segir í inngangi skýrslunnar.


https://www.stjornarradid.is/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Skyrslur/skyrsla-samradsvettvangs-aflareglu.pdf Hér á heimasíðu LS hafa margar fréttir birst þar sem fjallað er um aflareglu stjórnvalda.  M.a. kom fram gagnrýni á ákvörðun á leyfilegum heildarafla í þorski á yfirstandandi fikveiðiári, að ekki væri tekið tillit til þess að undanfarin ár hefur afli verið undir þeim mörkum sem aflaregla segir til um.


Sjá nánar:  Hver er túlkun Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

http://www.smabatar.is/2019/06/hver-er-tulkun-aljoahafrannsok.shtml Þá hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að hafa sveigjanleika á aflareglu þannig að hægt sé að taka tillit til sjónarmiða sjómanna.  Bregðast við óvæntum breytingum, mistökum, van- eða ofmati.


Milljarðar í húfi - skýrsluna á borðið.

http://www.smabatar.is/2015/07/milljarar-i-hufi-skyrsluna-a-b.shtmlSjá einnig:


Endurskoðun á aflareglu í þorski.

http://www.smabatar.is/2015/06/endurskoun-aflareglu-i-orski.shtml Aflaregla býður ekki upp á sveigjanleika í ákvörðunartöku.

http://www.smabatar.is/2013/07/aflaregla-byur-ekki-upp-a-svei.shtml Félagsmenn eru hvattir til að senda ábendingar um hvað þeir telji helst þurfi að hafa hugfast við ráðgjöf um ákvörðun á heildarafla.

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

...