Endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum - Landssamband smábátaeigenda

Endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum
SCREENSHOT 2019-11-20 AT 15.13.09.png
er yfirskrift greinar eftir Örn Pálsson sem birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember sl.  Þar er m.a. gagnrýnt að hvorki frumvarp né tillögur hafi komið frá stjórnvöldum sem viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar „Eftirlit Fiskistofu“ sem birt var í desember 2018.


LS fjallaði um skýrsluna og sagði hana meðal annars flytja þau skilaboð að Fiskistofa hefði ekki, og gæti ekki sinnt þeim skyldum sem henni væri ætlað í lögum um stjórn fiskveiða um eftirlit með samþjöppun aflaheimilda.


Umræða um samþjöppun aflaheimilda hefur verið hávær undanfarin misseri.  Ljóst er að ákvæði laga um stjórn fiskveiða um leyfilega hámarksaflahlutdeild koma ekki í veg fyrir áframhaldandi samþjöppun.  Þar er þak sett á hvað tengdir aðilar megi eiga af samanlagðri aflahlutdeild í 
þorskígildum (12%),   þorski (12%),   ýsu (20%),   ufsa (20%),   gullkarfa (35%),   djúpkarfa (35%), grálúðu (20%),   síld (20%)   og loðnu (20%).  Gera hefði mátt ráð fyrir að hjón féllu undir skilgreiningu um tengda aðila og forstjóri eins fyrirtækis og stjórnarformaður annars félli þar einnig undir.  Svo er ekki.   


Í aðgerðaráætlun sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi, fjallar einn kaflinn um endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum.  


Ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu frá því í janúar sl. kemur fram að ekki verði séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum um stjórn fiskveiða.  Ráðast þurfi í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna svo reglur um hámarkshlutdeild séu skýrar.

Í mars 2019 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnisstjórn undir forystu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að koma með tillögur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.  Nefndinni var m.a. falið að bregðast við fyrrgreindri ábendingu Ríkisendurskoðunar.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú óskað eftir því við nefndina að hún skili tillögum þar að lútandi fyrir 1. janúar nk.  Þá er að vænta tillagna frá nefndinni á næstu vikum um bætt eftirlit með fiskveiðum og með vigtun sjávarafla. “.

 

efnisyfirlit síðunnar

...