Dagatal LS 2020 - Landssamband smábátaeigenda

Dagatal LS 2020
Eins og skýrt var frá hér á síðunni fengu félagsmenn almanak LS 2020 sent til sín fyrir jól.

dagatl2020_mynd2.jpg

Auk almennra upplýsinga sem tilheyra almanaki eru upplýsingar stílaðar til smábátaeigenda. Árdegisflóð, stofndagar svæðisfélaga LS og dagsetningar aðalfunda þeirra, ásamt fleiru.

Hönnuður dagatalsins er og hefur verið frá upphafi Guðmundur Bjarki Guðmundsson.  Ljósmyndari er Erlendur Guðmundsson.  Þeim er hér með þakkað fyrir vel unnin störf.  

Almanakið hefur verið gefið út frá árinu 2007 og er því 2020 það 14. í röðinni.


Að vanda prýða uppskriftir girnilegra fiskrétta almanak LS.  Í janúar er það Fiskisúpa hásetans frá Fannari Baldurssyni Ólafsvík. 

Screenshot 2020-01-09 at 12.14.09.png


 

efnisyfirlit síðunnar

...