Grásleppukarlar funda í Stykkishólmi - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppukarlar funda í Stykkishólmi

Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur boðað til fundar um grásleppumál nk. fimmtudag 30. janúar.  Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu Stykkishólmi og hefst kl 17:00.  


Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur þekkst boð Snæfells að mæta á fundinn.  Hann mun ávarpa fundargesti og svara fyrirspurnum.


Á fundinum verður farið yfir drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 sem mun m.a. innihalda ákvæði um lokun svæða sem ætlað er að draga úr veiðum á sel sem meðafla.  Jafnframt verður fjallað um möguleika á að endurheimta MSC vottun grásleppuveiða, markaðsmál og næstu vertíð. 


Þar sem hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir grásleppusjómenn, einstök byggðarlög og grásleppuhrognamarkaðinn er áríðandi að sem flestir mæti á fundinn.  Á vertíðinni 2019 var heildarveiði grásleppu um 5.000 tonn þar af veiddist í Breiðafirði tæpur þriðjungur.  Mestu var landað í Stykkishólmi um 1.100 tonnum.  


Auk sjávarútvegsráðherra verða frummælendur á fundinum frá Snæfelli, LS, sjávarútvegsráðuneytinu og grásleppukavíarframleiðendum.Varðar málefni fundarins.


 

efnisyfirlit síðunnar

...