Grásleppa - heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppa - heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur
Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar sl.  Mjög góð þátttaka var á fundinum og margt fróðlegt sem þar kom fram.


Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund.  Almennt gengu veiðarnar vel hér við land, Grænlandi og Noregi.  Þó lítilsháttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður.  

Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna.

Ísland

9.433 tunnur

Grænland

8.431 tunnur

Noregur

1.965 tunnur

Nýfundnaland

    461 tunna

Danmörk og Svíþjóð

1.000 tunnur


84447037_161724231937976_6156380957873012736_n.png
Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.  Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppuhrogn koma og þau sett á matseðla sem sérstakur réttur (Frisk stenbiterrogn).  Rétturinn nýtur sívaxandi vinsælda - sýrður rjómi með tilheyrandi kryddi í botninn og hrognin sett ofan á og vafla við hliðina - lostæti.Hvernig væri nú að veitingageirinn á Íslandi tæki þann danska sér til fyrirmyndar?    

efnisyfirlit síðunnar

...