Upphafstími grásleppuveiða verður 10. mars - Landssamband smábátaeigenda

Upphafstími grásleppuveiða verður 10. mars
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020.  Nokkra breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð sl. árs.  Heimilt verður að hefja veiðar 10 dögum fyrr, sérstök svæði hafa verið afmörkuð þar sem óheimilt er að stunda grásleppuveiðar og ekki má líða meira en 3 sólarhringar milli umvitjuna neta í stað fjögurra á síðustu vertíð.

Ráðherra ákvað að taka tillit til kröfu LS um að hrófla ekki við heildarlengd neta.  Hún verður óbreytt 7.500 metrar.


Í ljósi þess hve reglugerðin er seint á ferðinni, aðeins 10 dagar í vertíð, vekur það undrun að ráðherra skuli færa upphafstíma fram um 10 daga.  Í stað 20. mars eins og verið hefur í áratugi, verður nú heimilt að leggja netin 10. mars.  Hætt er við að mörgum bregði við þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir óbreyttum upphafstíma. 

Það eru vonbrigði að í reglugerðinni sé ekki ákvæði um að heimilt verði að gera hlé á veiðum án þess að veiðidagar telji.  Með því slíkri heimild væri hægt að forðast meðafla og netatjón þegar veðurspá gerir ráð fyrir langvarandi brælu.


Screenshot 2020-01-30 at 13.50.25.pngEins og fram hefur komið misstu grásleppuveiðar vottun MSC árið 2018.  Með markvissum aðgerðum standa vonir til að hægt verði að endurheimta hana á þessari vertíð.  Það er mat LS að ákvörðun félagsins að leggja til bann við grásleppuveiðum á 14 afmörkuðum svæðum kunni að vega þungt þegar vottunarstofa fer yfir umsókn þar um.  Svæðin eru valin með tilliti til þess að þar er mikið af landsel og því hætta á að hann veiðist sem meðafli við grásleppuveiðar.

                                                                                                                                                 

Landselur

Ráðuneytið fór ítarlega yfir tillögur LS þar sem m.a. var stuðst við upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun.  Niðurstaðan innhélt aðeins tvær breytingar, stækkun á friðunarhólfum við Vatnsnes og í Faxaflóa.
Screenshot 2020-02-28 at 16.28.48.png
Kort sem sýnir svæðin sem lokuð verða fyrir veiðum með
hrognkelsanetum vertíðina 2020 vegna hættu á meðafla
sjávarspendýra.
 

efnisyfirlit síðunnar

...