Framlenging haffæris- og atvinnuskírteina - Landssamband smábátaeigenda

Framlenging haffæris- og atvinnuskírteina
Samgöngustofa hefur ákveðið með hliðsjón af þeirri stöðu sem hefur skapast vegna COVID-19 að virkja heimild til að fresta skipaskoðun í allt að 3 mánuði.  Gildistími haffærisskírteini framlengist þá til jafnlangs tíma

Umsókn um framlengingu skal gerð rafrænt og skrá undir skilaboð.Jafnframt verður hægt að sækja um almenna framlengingu á gildistíma atvinnuskírteina sem renna út meðan á COVID-19 faraldri stendur.  Framlengt er um 3 mánuði, en þó ekki lengur en til 1. september 2020.  Gildistími verður skráður í lögskráningakerfið og því ekki þörf á umsókn.  Þeir sem þurfa á framlengingu að halda eru hins vega beðnir að senda erindi þessa efnis á sigling@samgongustofa.is  
 

efnisyfirlit síðunnar

...