Grásleppuveiðar stöðvaðar - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðar stöðvaðar
Væntanleg er reglugerð sem fellir grásleppuleyfi úr gildi frá laugardeginum 2. maí.  Veiðar verða því óheimilar eftir þann tíma.


Í reglugerðinni kemur ennfremur fram að heimilt verður að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga í innanverðum Breiðafirði.  Rétt til slíks leyfis eiga þeir sem stunduðu veiðar þar samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar árin 2018 eða 2019.


Á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins kemur fram að ástæðan fyrir stöðvun veiða er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.


 

efnisyfirlit síðunnar

...