Axel skorar á vísindamenn Hafró - Landssamband smábátaeigenda

Axel skorar á vísindamenn Hafró

Axel Helgason fv. formaður LS og grásleppuveiðimaður til margra ára hefur sent vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar bréf.  Bréfið er í formi áskorunar um leiðréttingu á ritrýndri vísindagrein þeirra James Kennedy og Sigurðar Þórs Jónssonar.  Leiðréttur verði stuðull sem notaður er til að umreikna magn saltaðra grásleppuhrogna yfir í grásleppuafla upp úr sjó.  


Fyrir liggur staðfesting frá framleiðendum grásleppuhrognakavíars á Íslandi að nýtingarstuðull sem birtist í greininni er annar en áratugareynsla þeirra segir til um.  Það leiðir til þess að ráðgjöf stofnunarinnar til ráðherra um leyfilegan heildarafla er lægri en hún ætti annars að vera.  


Landssamband smábátaeigenda styður heilshugar áskorun Axels og hvetur vísindamennina að verða við henni.  


Í áskoruninni segir Axel meðal annars:  

„Þeir hagsmunir sem eru í húfi skipta hundruðum milljóna og þetta verður að leiðrétta.  Eins og þið vitið er vísað í niðurstöður ykkar er varðar 12% lækkun á ráðgjöf Hafró á grásleppu í ár.“  

 

efnisyfirlit síðunnar

...