Strandveiðar að loknum 12 dögum - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar að loknum 12 dögum
LS hefur tekið saman tölur um strandveiðar eftir að búnir eru 12 veiðidagar.  


Eins og vænta má eru tölur í flestum tilvikum hærri en á sama tíma í fyrra.  Alls hafa 513 bátar hafið veiðar sem fjölgun um 59 (13%).  Eins og frá upphafi eru flestir á svæði A 203 sem er aðeins 12 bátum fleira en í fyrra.  Mest er aukningin á svæði D 22%, þar hefur bátum fjölgað um 26.


Heildaraflinn er kominn í 1.980 tonn sem er aukning um 169 tonnum frá í fyrra (9%).  Meðaltalsafli á bát er hins vegar aðeins lægri 3,9 tonn á móti 4,0 tonnum eftir jafnmarga veiðidaga á síðasta ári.   
Tölur unnar upp úr upplýsingum frá Fiskistofu


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...