Hrygningarstofn þorsks minnkar um fimmtung - Landssamband smábátaeigenda

Hrygningarstofn þorsks minnkar um fimmtungLS vinnur nú að yfirferð á skýrslum Hafrannsóknastofnunar sem birtar voru 16. júní.  

Ráðgjafaskýrsla um alla nytjastofna og tækniskýrsla um þorsk en tölfræðiskýrslur hafa ekki verið birtar.


Þorskur

Þannig að félagsmenn fái betri innsýn í málefnið eru hér birtir nokkrir punktar um þorskinn.

Stofnunin ráðleggur að heildarafli í þorski á fiskveiðiárinu 2020/2021 fari ekki umfram 256.593 tonn lækkar um 15.818 tonn - 5,8%.

Hafrannsóknastofnun áætlar að afli árið 2020 verði 273.000 tonn.

Á árinu 2019 var 10 ára og eldri þorskur 24% aflans.  Það er veruleg aukning frá árinu 2018 þegar hlutur hans var 13%.


Viðmiðunarstofn
 
minnkar um 13%, fer úr 1.402 þúsund tonn í 1.208 þúsund tonn. 

Athygli vekur að nú er stofnmatið byggt á stofnvísitölum 1 - 14 ára fisks, en hefur frá upphafi aflareglu verið byggt á 1 - 10 ára.  Væri ekki gerð þessi breyting hefði lækkun á viðmiðunarstofni orðið mun meiri sem jafnframt hefði leitt til enn lægri ráðgjafar um heildarafla.

Auk þessa hefur vísitala í haust- og vorralli undanfarin ár gefið eftir.   

Heildarlífmassavísitala hefur lækkað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki 2017 um 730.  Hún mælist nú árið 2020 um 380.  Vísitalan hefur því lækkað um 47% á þremur árum.  Frá í fyrra er lækkunin um 28%, úr um 530 niður í um 380.
  
 
Hrygningarstofn 

mælist nú 486 þúsund tonn, en var 617 árið 2019, lækkun um 21%.

Því er spáð að viðmiðunar- og hrygningarstofn gefi ekki eftir á næsta ári, verði nánast óbreyttir.


Nýliðun 

hefur verið stöðug undanfarin ár sem vekur upp spurningar um hvers vegna bæði hrygningarstofn og veiðistofn skuli gefa svo mikið eftir eins og nú er raunin.  


200617 logo_LS á vef.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...