Strandveiðar sækja í sig veðrið - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar sækja í sig veðrið
Fjöldi útgefinna leyfa til strandveiða eru nú orðin fleiri en allt árið í fyrra, 625 talsins.  Af þeim hafa 597 hafið veiðar sem er fjölgun um 12%, 65 báta. 

Samhliða fjölgun hefur afli aukist sem kallar á hækkun viðmiðunar til að koma í veg fyrir að ekki komi til stöðvunar veiða áður en strandveiðitímabilinu lýkur þann 31. ágúst.


IMG_0134.png

Leitað verði allra leiða

Á fundi LS með atvinnuveganefnd Alþingis sl. föstudag var m.a. rætt um strandveiðar og áhyggjur manna á að veiðarnar yrðu stöðvaðar þegar fjórðungur veiðitímans væri eftir.  Veiðileyfi sem gefið væri út til veiða í 12 daga í hverjum mánuði tímabilið maí - ágúst alls 48 daga, næði því að óbreyttu aðeins til 36 daga.  LS skýrði nefndinni frá viðræðum sínum við sjávarútvegsráðherra um leiðréttingu reglugerðar þar sem aflinn er skertur milli ára og hvatningu til hans um að aukningu byggt á flutningi milli ára.


Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður nefndarinnar sagði nefndina hafa bréf LS varðandi skilning á aflaviðmiðun til meðferðar. 

Jafnframt sagði formaðurinn að  hún hefði fullvissu fyrir því að leitað yrði allra leiða til að koma í veg fyrir stöðvun strandveiða áður en tímabilinu lyki þann 31. ágúst.
 

efnisyfirlit síðunnar

...