720 tonnum bætt við strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

720 tonnum bætt við strandveiðarKristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10 þúsund tonnum í 10.720 tonn.  


Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk send nú í morgun segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu fjölgun báta sem hafa stundað strandveiðar á þessu ári.  Þá er þess getið að með ráðstöfuninni sé öllum aflaheimildum í 5,3% kerfinu ráðstafað að fullu á þessu fiskveiðiári.


Orðrétt segir í drögunum:

„Samkvæmt samantekt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nú líkur til þess að það aflamagn sem ætlað er til strandveiða muni klárast um komandi mánaðarmót og þyrfti Fiskistofa í kjölfarið skv. 2. mgr. 6. gr. a. laga um stjórn fiskveiða að stöðva veiðarnar. Vegna þessa hefur ráðherra tekið ákvörðun um að flytja allar óráðstafaðar aflaheimildir innan 5,3% kerfisins á þessu fiskveiðiári til að koma til móts við aukna ásókn í strandveiðar á þessu fiskveiðiári. Alls er um að ræða 720 tonn og verður heildaraflamagn til strandveiða á þessu fiskveiðiári 11.820 tonn sem er það mesta frá því strandveiðar hófust.“

200722 logo_LS á vef.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...