Makrílveiðar - reglugerð væntanleg - Landssamband smábátaeigenda

Makrílveiðar - reglugerð væntanleg
Margir smábátaeigendur huga nú að makrílveiðum.  Heildarúthlutun  samkvæmt aflahlutdeild er 138 þúsund tonn og koma 2.412 tonn í hlut færabáta (B-flokkur).  Við það geta bæst allt að 4.000 tonn samkvæmt reglugerð um viðbótarheimildir í makríl.  Reglugerð þess efnis hefur enn ekki verið gefin út, en samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu er von á henni á næstu dögum.

Það er gagnrýnivert að reglugerðin skuli ekki fyrr fram komin þannig að þeir sem hafa litla sem enga úthlutun eru háðir því að fá heimildir samkvæmt henni.  Geri makríllinn vart við sig á næstu dögum yrði staða þeirra slæm af þessu sökum þar sem Fiskistofa gerir ekki ráð fyrir að fyrsta úthlutun úr pottinum verði fyrr en miðvikudaginn 29. júlí.


Keflavík 2018.png

Aflaheimildir í makríl skiptast í A - og B flokk.   Í 3. gr. reglugerðar um veiðar á makríl 2020 er svohljóðandi ákvæði flutning milli flokka:  „Óheimilt er að flytja aflamark úr B-flokki yfir í A-flokk nema í jöfnum skiptum í þorskígildum talið í þorski, ýsu, ufsa og steinbít að því gefnu að slík skipting samræmist reglum um krókaaflamark þ.m.t. að krókaaflamark verður aðeins flutt til skips sem leyfi hefur til veiða með krókaaflamarki.“


Leyfilegur heildarafli á árinu 2020 er 152.141 tonn.  Af því kom eins og áður sagði 138 þúsund tonn til úthlutunar til aflamarks samkvæmt aflahlutdeild.  Mismunurinn er sundurgreindur á eftirfarandi hátt:

1. 8.063 tonn í 5,3% pottinn
2. 2.000 tonn til framsals til Rússlands
3. 4.000 tonn til báta í B-flokki.


Í B-flokki eru 304 bátar og eru 38 þeirra með úthlutun umfram 10 tonn.  200721 Sjá lista.pdf.

200721 logo_LS á vef.jpg


 

efnisyfirlit síðunnar

...