Ráðgjöf og afli á pari í grásleppunni - Landssamband smábátaeigenda

Ráðgjöf og afli á pari í grásleppunni
LS hefur sent inn í Samráðsgátt athugasemdir við frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðistjórn á grásleppu.


„Vakin er athygli á sl. 10 vertíðum 2011-2020 var leyfilegur heildarafli Hafrannsóknastofnunar 50,1 þúsund tonn.  Afli úr sjó var hins vegar 50,0 þúsund tonn.  Staðreynd sem talar sýnu máli um hversu vel hefur tekist til að stemma heildarafla við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.“

Ráðgjöf og veiði.003.png


„Á síðasta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í október 2019 var samþykkt að LS væri mótfallið kvótasetningu á grásleppu.  Frá þeim tíma hefur umræða um málefnið haldið áfram og skoðanir skiptar eins og vera ber í lifandi félagsskap.  


Innan LS fara í hönd aðalfundir svæðisfélaga og aðalfundur sá 36. í röðinni hefur verið boðaður 15. október næstkomandi.  Gera má ráð fyrir umræðu um frumvarpið sem hér er til umsagnar sem gæti snúið við einstaka þáttum sem hér verða sagðir.  Verði svo gefst tækifæri til annarrar umsagnar verði frumvarpið lagt fram á Alþingi.“200921 logo_LS á vef.jpg   

 

efnisyfirlit síðunnar

...