36. aðalfundur LS - netaveiðar í uppnámi - Landssamband smábátaeigenda

36. aðalfundur LS - netaveiðar í uppnámi
36. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda var haldinn í dag.  Um var að ræða fjarfund og voru þátttakendur afar ánægðir með hvernig til tókst.  Fundinn sóttu 53 kjörnir fulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúum.  Að lokinni auglýstri dagskrá var fundi frestað. 
 

Þorlákur Halldórsson.pngFundurinn hófst með setningarræðu formanns Þorláks Halldórssonar.  Í ræðunni fjallaði Þorlákur m.a. um þá vá sem steðjar að fiskveiðum þar sem hætta er
á sjávarspendýrum sem meðafla.  Hann sagði stöðuna grafalvarlega þar sem Bandaríkjamenn munu ekki heimila innflutning fiskafurða eftir 1. janúar 2022 frá löndum þar sem slíkar veiðar eru stundaðar og standast ekki þau skilyrði sem sett hafa verið.  Hámarksfjöldi sela sem leyfilegur meðafli hér við Íslandi eru 40 dýr.


Þorlákur sagði að vegna þessa væru grásleppuveiðar og aðrar netaveiðar í uppnámi þar sem eina leiðin til að komast framhjá viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna væri að banna allar netaveiðar.


Málið hefur verið á forræði stjórnvalda í nokkur ár.  Þrátt fyrir mikla vinnu hefur ekki tekist að semja sig framhjá lagaákvæðinu.  Nú er staðan sú að unnið er að gerð gagna sem skila þarf fyrir 1. mars 2021.  Þau verða síðan metin með tilliti til þess hvort tilteknar veiðar uppfylla skilyrði sem sett hafa verið.  Gangi það ekki eftir lokast Bandaríkjamarkaður eins og áður sagði 1. janúar 2022.

Næsta endurskoðun verður síðan eftir 4 ár og það mat tekur til innflutnings sem leyfður yrði frá 1. janúar 2026.
 

Rétt er að taka fram að við Íslendingar erum ekki einir á báti í þessum vandræðum.  Norðmenn er t.d. ekki taldir geta uppfyllt skilyrðin nema með veiðibanni í tilteknar gerðir veiðafæra.
 

efnisyfirlit síðunnar

...