55% stunduðu eingöngu strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

55% stunduðu eingöngu strandveiðar
Birt hefur verið á vef Alþingis svar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um strandveiðar árið 2020.


Alls beindi Inga átta spurningum til ráðherra þar sem vikið var að flestum hliðum strandveiða.  Þeirra á meðal var skipting bátagerða á veiðunum, þ.e. smábáta í aflamarki, krókaaflamarki og báta eingöngu á strandveiðum.

55% voru eingöngu á strandveiðum - alls 369 bátar, 33 voru í aflamarki og 267 í krókaaflamarki.


Einnig var spurt um umframafla í þorski yfir „skammti“.  Alls 172 tonn. 
2,9% landana voru yfir „skammti“ eða alls 522 sjóferðir.    
 

efnisyfirlit síðunnar

...