Áhafnir fiskiskipa - ný reglugerð - Landssamband smábátaeigenda

Áhafnir fiskiskipa - ný reglugerð
Þann 30. september sl. birtist í Stjórnartíðindum reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Reglugerðin er sett í framhaldi af lögum nr. 166/2019 og greint hefur verið frá hér á síðunni.


Í frétt frá Samgöngustofu segir m.a.:

„Með lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður. Þá var sett ákvæði til bráðabirgða um að skipstjórnar- og vélstjórnarmenn, sem hafa skírteini til að starfa á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd, eigi rétt til 1. janúar 2021 á að fá útgefið skírteini til þess að gegna sömu störfum á skipum sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri að uppfylltum öðrum skilyrðum laga og kröfum um lágmarks siglingatíma eins og nánar verði kveðið á um í reglugerðinni.“

Í fréttinni kemur jafnframt fram að unnið er að uppfærslu á lögskráningarkerfi sjómanna sem tekur mið af reglugerðinni.


Mikilvægt baráttumál í höfn
Með breytingu á lögum um áhafnir skipa sem Alþingi samþykkti í desember sl. er í höfn málefni sem LS hefur barist fyrir frá árinu 2013 eða allt frá því að stærðarmörk krókaaflamarksbáta voru færð upp að 15 metrum og að 30 brúttótonnum.  


Lágmarksmönnun
Samkvæmt breytingunni verður lágmarksmönnun á bátum sem eru á bilinu 12-15 metrar að skráningarlengd og með aðalvél 250-750 kW þessi:

   • Skipstjóri með skipstjórnarréttindi <15 metrar og smáskipavélavörður, ekki er skylt að smáskipavélavörður sé um borð ef gerður hefur verið þjónustusamningur um viðhald vélbúnaðar og sá samningur staðfestur af Samgöngustofu.
   • Skipstjóri má gegna báðum stöðunum hafi hann réttindi í þær báðar og útivist skipsins er innan við 14 klst. 
   • Ef útivist skipsins er lengri en 14 klst. þarf að manna skipið þannig að fylgt sé ákvæðum sjómannalaga og reglugerðum settum skv. þeim um vinnu- og hvíldartíma sjómanna.


Nauðsynlegt er að kynna sér vel einstök ákvæði reglugerðarinnar sbr.

 • Uppfærslu skipstjórnarréttinda úr 12 metrum í 15 metra
 • Gamla pungaprófið
 • Smáskipavélavörður
 • Sameining réttindaflokka
 • Smáskipanám
 • Þjónustusamningar 

efnisyfirlit síðunnar

...