36. aðalfundur LS - nefndafundir - Landssamband smábátaeigenda

36. aðalfundur LS - nefndafundir
Kjörnum fulltrúum á aðalfund LS hefur verið skipt upp í tvær nefndir, allsherjar- og sjávarútvegsnefnd.  Skipting fulltrúa er gerð í samræmi við tillögur frá formönnum svæðisfélaga.


Stjórn LS hefur samþykkt tillögur formanns og framkvæmdastjóri um skiptingu tillagna svæðisfélaganna til nefndanna.  Allsherjarnefnd fær til umfjöllunar og afgreiðslu til framhaldsaðalfundar 45 tillögur og í sjávarútvegsnefnd eru tillögurnar 79 talsins.


Fundir nefndanna verða fjarfundir.  Allsherjarnefnd fundar nk. miðvikudag og sjávarútvegsnefnd degi síðar fimmtudaginn 12. nóvember.  Báðir fundirnir hefjast kl 16:00.

201108 logo_LS á vef.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

...