MSC vottun grásleppuveiða - Landssamband smábátaeigenda

MSC vottun grásleppuveiða
Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar.  Skírteinið gildir í fimm ár frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.

Screenshot 2020-11-19 at 17.54.21.png


Erfiðlega hefur gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum, þó ljóst sé að Covid 19 sé þar stærsti orsakavaldurinn.  


Vottunin er sérlega ánægjuleg fyrir alla þá sem komu að vinnu við að endurheimta hana þar sem staðan var ekki árennileg í upphafi.  Að sögn Kristins Hjálmarssonar verkefnisstjóra hjá ISF (Icelandic Sustainable Fisheries) vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum.  Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðanleg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi.   Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og samvinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og framleiðenda.


Rétt er að taka fram að þó náðst hafi þessi merki áfangi, er nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt er að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar.  Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda.
  
200306 copy.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...