Þorskur flæðir óunninn úr landi - Landssamband smábátaeigenda

Þorskur flæðir óunninn úr landi

Að undanförnu hefur umræða farið vaxandi um tugaprósenta aukningu í útflutningi á óunnum þorski.  Á fyrstu níu mánuðum ársins kemur þetta berlega í ljós þar sem 80% meira hefur verið flutt út á tímabilinu heldur en sömu mánuði á árinu 2019.  

Screenshot 2020-11-22 at 13.34.44.png
Heildarmagn þessara 5 fisktegunda fyrstu níu mánuðina - 22% aukning milli ára
2020:  38,9 þúsund tonn
2019:  32,0 þúsund tonn


Verðmæti

Screenshot 2020-11-22 at 13.49.41.png
Heildarverðmæti
2020:  12,6 milljarðar
2019:    9,1 milljarðar


Í Noregi hefur sama þróun átt sér stað, sífellt meira flutt til fullvinnslu í öðrum löndum, sem hefur leitt til þess að útflutningsverðmæti minnkar.  Fyrstu átta mánuðina var það 10% lægra en á sama tímabili í fyrra.

Hvort við fetum í fótspor Norðmanna skal ekki fullyrt hér.  Það er aftur á móti umhugsunarefni hvort sú mikla tækni og þekking sem hér er nær að svara þessari samkeppni.   


Málefnið er nú rætt í atvinnuveganefnd Alþingis og hefur nefndin skoðunar svör fimm ráðuneyta við spurningum sem hún sendi þeim fyrir réttu ári. 


Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar tjáði sig um málefnið í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag. LS er meðal aðila sem atvinnuveganefnd hefur boðað til sín til fundar um þá stöðu sem nú blasir við.

 

efnisyfirlit síðunnar

...