Breytt viðmiðunarár í grásleppu - Landssamband smábátaeigenda

Breytt viðmiðunarár í grásleppu
Á vef Alþingis hafa verið birt tvö stjórnarfrumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem varða hagsmuni smábátaeigenda.  Frumvörpin fjalla um atvinnu- og byggðakvóta þar með talið strandveiðar og kvótasetningu á grásleppu.

um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).

um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja).


Bæði frumvörpin voru til meðferðar í samráðsgátt, en hafa nú verið afgreidd frá þingflokkum ríkisstjórnarinnar.  Óljóst er hvenær þau verða sett á dagskrá Alþingis.


Athygli vekur að aflareynsla til kvóta á grásleppu hefur verið breytt, er nú bundin við tímabilið 2014 - 2019, en ekki 2013 - 2018.  Breytingin kemur á óvart í ljósi þess að fyrir grásleppuvertíðina 2019 var eftirfarandi skilaboðum komið á framfæri hér á heimasíðunni:

„Ráðuneytið vill taka það skýrt fram að ráðherra hefur enn til umhugsunar að leggja til breytingar á stjórnun grásleppuveiða, en verði það niðurstaða hans að leggja til kvótasetningu þá verði 2019 ekki viðmiðunarár til aflareynslu á úthlutuðu aflamarki.“ 

Textinn var samþykktur og birtur með leyfi ráðuneytisins.


Nánar verður fjallað um frumvörpin á næstu dögum. 

efnisyfirlit síðunnar

...