Línuívilnun - ráðherra rétti kúrsinn - Landssamband smábátaeigenda

Línuívilnun - ráðherra rétti kúrsinn
Línuívilnun er einn þeirra þátta í stjórnkerfi fiskveiða sem eflir atvinnu í hinum dreifðu byggðum.  Á undanförnum tveimur árum hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að draga jafnt og þétt úr veiðiheimildum sem veitir línuívilnun.  


Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu verður reglugerð sem ráðherra undirritaði þess valdandi að línuívilnun fellur niður það sem eftir er þessa mánaðar.  

Línubali copy.jpg

Í upphafi fiskveiðiársins þann 1. september skipulögðu útgerðir sig þannig að viðmiðun til línuívilnunar yrðu ekki lægri en 1.200 tonn í þorski sem er réttur þriðjungur sem hún var tveimur árum fyrr.  Hin gríðarmikla skerðing milli ára kom mönnum á óvart þar sem hún var ekki í neinu samræmi við breytingar á þorskkvótanum.  


Þann 25. nóvember sl. ákvað ráðherra að færa viðmiðunina niður í 1.050 tonn sem er 27% lægra en þurfti á fiskveiðiárinu 2019/2020.  Hafa ber hér í huga að leyfilegur heildarafli í þorski var skertur um 6%.


Stöðvun línuívilnunar veldur strax erfiðleikum hjá landverkafólki sem starfar við beitningu.  Hér er um hundruð starfa að ræða og því mikið í húfi fyrir starfsfólk þeirra 84 útgerða sem fengið hafa línuívilnun.  


Landssamband smábátaeigenda hefur sent ráðherra bréf þar sem óskað er að aflaviðmiðun til línuívilnunar verði leiðrétt þannig að útgerðir þeirra báta sitji við sama borð og aðrar útgerðir í landinu.  Skerðingin verði 6% í þorski frá í fyrra og 9% verði bætt við ýsu.   


 

2018/2019

2019/2020

2020/2021

Krafa LS

Þorskur

3.000 tonn

2.000 tonn

1.050 tonn

1.880 tonn

Ýsa

1.000 tonn

   849 tonn

   701 tonn

   925 tonn210211 logo_LS á vef.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...