Stöðvun línuívilnunar - Landssamband smábátaeigenda

Stöðvun línuívilnunar
Eftirfarandi tilkynning var birt á heimasíðu Fiskistofu fyrr í dag.

„Frá og með 12. febrúar 2021 er felld niður línuívilnun í þorski, ýsu og keilu sem ákveðin er í reglugerð nr. 729/2020 um línuívilnun. Afnám línuívilnunar er gert með stoð í 4. gr. reglugerðarinnar. Línuívilnun þessara tegunda verður aftur heimild frá og með upphafi næsta tímabili sem hefst 1. mars 2021.“ 


4. gr. reglugerðarinnar sem hér er vitnað til orðast svo:  

„Frá og með 12. febrúar 2021 er felld niður línuívilnun í þorski, ýsu og keilu sem ákveðin er í reglugerð nr. 729/2020 um línuívilnun. Afnám línuívilnunar er gert með stoð í 4. gr. reglugerðarinnar. Línuívilnun þessara tegunda verður aftur heimild frá og með upphafi næsta tímabili sem hefst 1. mars 2021.“ 


Á vef Fiskistofu er staða línuívilnunar sögð þannig:

Screenshot 2021-02-10 at 22.29.58.png

Samkvæmt myndinni er viðmið 1. sept - 28. feb 739 tonn og ívilnun komin í 827 tonn, 88 tonn umfram.


Myndin hér að neðan sýnir hver staðan er á ýsunni.  Þar er búið að veiða 66 tonn umfram viðmið.

Screenshot 2021-02-10 at 22.30.08.png


Það svo önnur saga sem LS á við sjávarútvegsráðherra hvers vegna hann beitir sér svo grimmt í að skerða heimildir til línuívilnunar í þorski.

Viðmiðun til línuívilnunar
FiskveiðiárÞorskur
2018/20193.000 tonn
2019/20202.000 tonn
2020/20211.050 tonn


Við upphaf fiskveiðiársins var viðmiðunin 1.200 tonn, en með reglugerð 1178/2020, 25. nóvember var hún lækkuð í 1.050 tonn.


 

efnisyfirlit síðunnar

...