Umræða um útflutning á ferskum heilum fiski til vinnslu erlendis hefur vart farið fram hjá þeim sem fylgjast með málefnum sjávarútvegsins. Skoðun talna síðastliðins árs og 2019 á fimm tegundum; þorski, ýsu, ufsa, karfa og steinbít sýnir magnaukningu í þremur þeirra en í ýsu varð verulegur samdráttur og óverulegur í karfa. Langmest var flutt út af þorski, en mest var aukning í ferskum heilum steinbít.
Magn | 2020 | 2019 | Breyting | |
Þorskur | 16.219 Tonn | 9.212 Tonn | 76% | |
Ýsa | 6.573 Tonn | 8.477 Tonn | -22% | |
Ufsi | 7.984 Tonn | 5.816 Tonn | 37% | |
Karfi | 13.776 Tonn | 14.201 Tonn | -3% | |
Steinbítur | 5.607 Tonn | 2.722 Tonn | 106% | |
| 50.158 Tonn | 40.430 Tonn | 24% |
Útflutningsverðmæti þessa afla nam 17 milljörðum á árinu 2020 þar af þorskur 7,5 milljarðar. Á árinu 2019 voru sambærilegar tölur 11,9 milljarðar og 4 milljarðar.
Tölur unnar upp úr gögnum
frá Hagstofu Íslands