Gildi með 9,7% raunávöxtun - Landssamband smábátaeigenda

Gildi með 9,7% raunávöxtun

Gildi-lífeyrissjóður hefur birt yfirlit um starfsemina 2020.  Raunávöxtun varð 9,7% sem er lækkun frá 2019 sem skilaði 12,1%.    

Í lok síðasta árs nam hrein eign sjóðsins 764 milljörðum, hafði hækkað um 103 milljarða á einu ári, eða 15,6%.


Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn 15. apríl kl. 17:00.  Stefnt er að því að halda hann á Grand Hótel, en vegna Covid-19 eru líkur á að hann verði að hluta eða að fullu rafrænn.
 

efnisyfirlit síðunnar

...