Rauðir dagar - Landssamband smábátaeigenda

Rauðir dagar
Helstu rökin fyrir því að óska eftir að rauðir dagar séu settir á ný í reglugerð um strandveiðar eru eftirfarandi:

Veruleg fjölgun báta í upphafi vertíðar. 
162% aflaaukning fyrstu þrjá dagana miðað við í fyrra - úr 225 tonnum í 588 tonn.
Veiðarnar stöðvaðar 19. ágúst í fyrra.
Ekki tryggt enn sem komið er að 48 dagar verði niðurstaðan.


Með breytingunni er hægt að teygja sóknina sem lengst inn í ágúst þegar að jafnaði fæst hærra verð en í maí.


Krafa LS er óbreytt að strandveiðar verði heimilaðar í 48 daga.  Þegar það verður tryggt er hægt skutla rauðum dögum út og setja inn góða þætti sem gera kerfið betra. 

efnisyfirlit síðunnar

...