Strandveiðar að loknum 11 dögum - pörun afla - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar að loknum 11 dögum - pörun afla
Að loknum 11. degi strandveiða - fimmtudaginn 20. maí - sýna tölur að nokkuð hefur dregið úr aflaaukningu milli ára á svæði A.  Hins vegar dregst afli verulega saman á svæði D.

Heildaraflinn stendur nú í 1.365 tonnum á móti 997 tonnum á sama tíma í fyrra, aukningin er 37%.  

Taflan sýnir afla eftir svæðum að loknum 11. degi.

 

2021

2020

Breyting

Svæði A

1.137 Tonn

809 Tonn

41%

Svæði B

332 Tonn

292 Tonn

14%

Svæði C

189 Tonn

205 Tonn

-8%

Svæði D

370 Tonn

506 Tonn

-27%

Samtals

2.030 Tonn

1.812 Tonn

12%
Pörun afla

Nokkurt umtal hefur verið um afla umfram skammtinn hjá strandveiðibátum.  Fiskistofa hefur birt upplýsingar um þá sem hafa verið ákafastir í þessum efnum.


Í alltof mörgum tilfellum hefur mönnum ekki tekist að passa upp á að afli fari ekki yfir
leyfilegan skammt.  Þó þessi afli myndi ekki tekjur hjá sjómönnum þá telst hann inn í heildarafla strandveiða og skerðir því hlut þeirra sem eru alltaf réttu megin.

Gæðafli.png

Til að draga úr umframafla og minnka skriffinnsku við útsendingu sekta á öllum afla sem fer framyfir, hefur LS lagt til að tekin verði upp „tveggja róðra daga pörun“ þar sem svigrúm nær 800 kílóa dagsafla í þorski.  Þannig myndi sá sem landar til dæmis 794 kg, geta haft tekjur af því sem framyfir fór með því að para umframaflann 20 kg af þorski við afla næsta róðurs sé hann innan við 754 kg.  


Vel hefur verið tekið í þessa tillögu hjá Fiskistofu og er hún nú til skoðunar í sjávarútvegsráðuneytinu.


Vitaskuld eiga menn að passa upp á að veiða ekki umfram það sem leyfilegt er, en það getur að sama skapi verið erfitt, því menn vilja jú alltaf ná skammtinum.  
Í lok róðurs, skammturinn að nást, í lokarennslinu koma hins vegar þrír óvenju vænir um borð sem leiða til þess að farið er framyfir.  Í því tilviki myndi pörunin koma sér vel og allur afli róðursins skila sér sem tekjur til viðkomandi.

 

efnisyfirlit síðunnar

...