Elding, Strandir, Drangey, Skalli - Landssamband smábátaeigenda

Elding, Strandir, Drangey, Skalli
Tilkynningar um aðalfundi svæðisfélaga LS streyma nú inn.Elding
Aðalfundur Eldingar - félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum verður nk. þriðjudag 14. september.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og hefst kl 13:30.Smábátafélagið Strandir 
Aðalfundur Stranda verður haldinn nk. þriðjudag 14. september.
Fundurinn verður í Kaffi Galdri á Hólmavík og hefst kl 20:00.Drangey 
Aðalfundur Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar verður laugardaginn 18. september.  Fundurinn verður haldinn í húsi skátanna að Borgartúni 2 Sauðárkróki og hefst kl 10:30.Skalli 
Aðalfundur Skalla, félag smábátaeigenda á N-landi vestra, verður laugardaginn 18. september.
Fundurinn verður á Skagaströnd og hefst kl 15:00.Stjórnir félaganna hvetja sem flesta til að mæta.  Drekka í sig fróðleik sem framreiddur verður, ræða það sem er efst á baugi, koma með tillögur og senda skilaboð til almennings og verðandi alþingismanna um mikilvægi þess að auka veiðirétt og bæta starfsumhverfi smábátaútgerðarinnar.

 

efnisyfirlit síðunnar

...