Klettur, Fontur, Snæfell - Landssamband smábátaeigenda

Klettur, Fontur, Snæfell
Ekkert lát á tilkynningum um aðalfundi svæðisfélaga LS.


Klettur
Aðalfundur Kletts - félag smábátaeigenda Fjallabyggð - Tjörnes, verður nk. sunnudag 19. september.
Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Strikinu á Akureyri, Skipagötu 14, 5. hæð.  Fundurinn hefst kl 11:00.

Formaður Kletts er Andri Viðar Víglundsson 


Fontur 
Aðalfundur Fonts - félag smábátaeigenda á NA-landi verður nk. sunnudag 19. september. Fundarstaður er veitingastaðurinn Báran á Þórshöfn.  Fundurinn hefst kl 18:00.

Formaður Fonts er Halldór Rúnar Stefánsson 


Snæfell
Aðalfundur Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, verður miðvikudaginn 22. september.  Fundurinn verður í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og hefst kl 17:00.  


Formaður Snæfells er Runólfur Jóhann Kristjánsson Stjórnir félaganna hvetja sem flesta til að mæta.  Drekka í sig fróðleik sem framreiddur verður, ræða það sem er efst á baugi, koma með tillögur og senda skilaboð til almennings og verðandi alþingismanna um mikilvægi þess að auka veiðirétt og bæta starfsumhverfi smábátaútgerðarinnar.

Formaður LS og framkvæmdastjóri mæta á fundina.

 

efnisyfirlit síðunnar

...